AngelEye News Installazione Documenti Contatti

Partner Links FAQ Site Map Staff Sales Staff Distributori

.: Á. Óskarsson ehf

Oskarsson is the Official AngelEye's Distributor for Island

 

 

Á. Óskarsson ehf

aoskarssonehf

Á Óskarsson og Co ehf

Þverholti 8 - 270 Mosfellsbær - Sími: 566-6600

 

WebSite

 


 

Á. Óskarsson ehf. er alhliða innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum og þjónustu tengdri íþrótta- & æskulýðsmálum.

Fyrirtækið er með umboð fyrir alla helstu og þekktustu framleiðendur búnaðar, áhalda, tækja og rekstrarvara fyrir íþróttamannvirki, iðkunn, þjálfun og kennslu.


Innan fyrirtækisins er mikil reynsla og sérfræðikunnátta þegar kemur að byggingu og hönnun íþróttamannvirkja, allt frá íþróttagólfum til gervigrasvalla, hlaupabrauta, áhorfendastúka og byggingu sundlauga.

 

Vöruframboð fyrirtækisins er fjölbreytt og mikið og nær frá mat og drykkjarvörum til auglýsingavara og hjúkrunarvara. Fyrirtækið býður m.a. upp á ótrúlegt úrval hágæða leikfanga og þroskatækja ásamt vörum til heilsuræktar og hreyfiþjálfunar. Einnig má nefna ýmsar frístundavörur, lausnir fyrir almenningsrými svo sem salerni, búningsherbergi, starfsmanna- og nemendarými að ótöldum ótal öðrum vörulínum.

Helstu viðskiptavinir og samstarfsaðilar eru ríki og sveitarfélög, rekstraraðilar íþróttamannvirkja, verktakar, arkitektar og verkfræðingar, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar, nemendafélög og félagsmiðstöðvar, íþróttakennarar, ungmennafélög og íþróttalið, líkamsræktarstöðvar, golfklúbbar, verslanir og veitingastaðir, sjúkraþjálfarar, heilbrigðisstofnanir, spítalar, hjúkrunar – og elliheimili, einstaklingar sem og önnur fyrirtæki.

Á. Óskarsson ehf. er reyklaust og vistvænt fyrirtæki. Mikil áhersla er lögð á gæði og vönduð vinnubrögð og fyrirtækið fer eftir ákveðinni gæðastefnu þar sem leitast er við að bjóða aðeins upp á hágæðavörur frá þeim framleiðendum sem virða manngildi og jafnrétti og skara fram úr á sínu sviði á hverjum tíma.

Helstu viðskiptalönd fyrirtækisins eru í Evrópu og má þar helst nefna norðurlöndin, Danmörk, Svíþjóð og Noreg ásamt Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Belgíu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi.

Fyrirtækið skiptir einnig við framleiðendur og birgja frá Kanada og Bandaríkjunum ásamt nokkrum löndum í Austur Evrópu og Asíu en Á. Óskarsson ehf. er stofnaðili að bæði Íslensk-Kínverska viðskiptaráðinu og Íslensk-Indverska viðskiptaráðinu. Þá er fyrirtækið meðlimur í Félagi atvinnurekenda, áður Félagi íslenskra stórkaupmanna, FÍS.